90 ára afmæli Iðunnar og dagur rímnalagsins

Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað 15. september 1929 og heldur því upp á 90 ára afmælið um þessar mundir, en félagið er eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Einnig verður Dagur rímnalagsins haldinn hátíðlegur í fyrsta skiptið en Iðunn hefur haft frumkvæði að stofnun hans. Verða eftirtaldir viðburðir haldnir á vegum félagsins af því tilefni og eru þeir opnir öllum:

Laugardaginn 14. september kl. 11 – 16:30

Rímnamaraþon tónleikar.

Kvæðamenn úr Iðunni kveða rímur á þremur stöðum í miðbæ Reykjavíkur.

Hugmyndin er að gera tilraun til þess að leyfa rímunni að vera í sínu náttúrulega umhverfi. Að hún megi vera löng og leiðinleg, líka spennandi og skemmtileg eða eins og malandi útvarp í bakgrunni. Kvæðamennirnir munu koma sér vel fyrir á látlausum stað og flytja heilan rímnaflokk, en það getur tekið a.m.k. tvo tíma. Þeir verða á eftirtöldum stöðum: Tólf tónar, Skólavörðustíg 15, Kl. 11:00. Rósa Þorsteinsdóttir kvæðakona

Stofan – Kaffi, Vesturgata 3, Kl. 13:00. Rósa Jóhannesdóttir kvæðakona

Borgarbókasafnið Grófinni, Kl. 14:30. Pétur Húni Björnsson kvæðamaður

Sunnudaginn 15. september

Á kvæðaslóð – söguganga .

Gangan hefst við Hallgrímskirkju kl. 11 árdegis og lýkur við Iðnó um það bil klukkustund síðar. Gengið verður um götur Þingholtanna og stiklað á stóru í sögu Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Áð verður við staði sem tengjast sögu félagsins og stemmur og vísur rifjaðar upp og kveðnar. Pétur Húni Björnsson leiðir gönguna.

——————-

Félagar Iðunnar halda afmælishátíð sína síðar sama dag í Iðnó með góðum gestum, kveðskap og tónlistaratriðum. Þar verða einnig Stúllurímur frumfluttar af barnakór en það eru glænýjar rímur eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson.

Nánar um Dag rímnalagsins 15. september 2019

Dagur rímnalagsins verður haldinn hátíðlegur í fyrsta skiptið á afmælisdegi Kvæðamannafélagsins Iðunnar og verður hann á almanaksárinu framvegis. Eins og áður hefur komið fram á félagið frumkvæðið að stofnun þessa dag og hafa Stemma – Landssamtök kvæðamanna og Menntamálaráðurneytið hvatt Iðunni til framtaksins.

Birt í Óskilgreint | Slökkt á athugasemdum við 90 ára afmæli Iðunnar og dagur rímnalagsins

Í geislum sólarlagsins.

Í geislum sólarlagsins er námsefni fyrir grunnskóla eftir Báru Grímsdóttur og Ragnar Inga Aðalsteinsson. Í því eru fróðleiksmolar um kveðskaparhefðina, 10 lagboðar úr safni Iðunnar á nótum og hljóðritum, ný og gömul kvæði ort undir rímnaháttum, nýr rímnaflokkur fyrir börn eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson sem hann orti sérstaklega fyrir þessa útgáfu, bragfræði og bragæfingar.

Birt í Óskilgreint | Slökkt á athugasemdum við Í geislum sólarlagsins.

Maífundur og fleira

Næsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn 10. maí kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður laugardaginn 11. maí kl. 14.

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á maífundinum.

Gunnar Ben fjallar um og kveður eigin stemmur af plötum Skálmaldar.

Gunnar Ben

Bára Grímsdóttir verður með stutta kynningu á nýju námsefni fyrir grunnskóla, sem heitir Í geislum sólarlagsins og er um kveðskaparlistina. Einnig verður kveðið úr Snúllurímum, sem eru nýjar rímur samdar sérstaklega fyrir börn, eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson og eru þær hluti af námsefninu en Bára Grímsdóttir og Ragnar Ingi hafa samið þetta námsefni sérstaklega í tengslum við Dag rímnalagsins 15. september.

Sönghópur sem æft hefur íslensk tvísöngslög og sagnakvæði á Söngvökum Iðunnar í Gröndalshúsi flytur nokkur lög.

Kristín Lárusdóttir og nemendur hennar, þær Steinunn Davíðsdóttir og Æsa Svendsen. Elin Adriana Biraghi, flytja syrpu af íslensku þjóðlögum.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: Litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Þetta verður síðasti fundurinn í Gerðubergi á þessari vorönn. Heiðmerkurfundurinn verður að venju 15. júní og svo hefst starfið aftur í haust í Gerðubergi í október.

Athugið að næsta kvæðalagaæfing verður laugardaginn 11. maí kl. 14 og er hún fyrir börn, fjölskyldur þeirra og alla þá sem hafa gaman af því að kveða og syngja með börnum. Umsjón hafa Rósa Jóhannesdóttir og Kristín Lárusdóttir.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka verður þriðjudaginn 14. maí kl.19:30 í Gröndalshúsi á horninu á Fischersundi og Mjóstræti, 101 Reykjavík. Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg.

Þjóðlagasamspil er vikulega á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 – 23:00 á Bar Ananas á horninu á Grettisgötu og Klapparstíg. Þar geta menn komið og kveðið og sungið.

Birt í Óskilgreint | Slökkt á athugasemdum við Maífundur og fleira

Fréttablað Iðunnar

Hér má skoða fréttablað Iðunnar.

Birt í Óskilgreint | Slökkt á athugasemdum við Fréttablað Iðunnar

Fundur, kvæðalagaæfing og Söngvaka í apríl 2019

Næsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn föstudaginn 5. apríl kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður miðvikudaginn 3. apríl kl. 19:00

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á aprílfundinum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir flytur erindi sem hún kallar „Óttinn við hið óþekkta – hálendið í íslenskum þjóðsögum“.

Ólína Þorvarðar

Í erindinu verður fjallað um það hvernig náttúruöflin birtust fyrri tíðar fólki í gervi álfa, trölla og annarra vætta. Samskipti manna og vætta hafa verið með ýmsu móti gegnum tíðina, oft stríð en líka blíð. Vættasögurnar íslensku kenna okkur samskipti við náttúruna og annað fólk með ýmsum hætti.

Tenorsöngvarinn og þjóðfræðineminn Eyjólfur Eyjólfsson flytur eigin lög og útsetningar fyrir rödd og langspil á völdum lögum úr Þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar. Einnig mun hann skreppa út fyrir landsteinana og koma m.a. við í Frakklandi. Þá sérstaklega í héruðum þar sem fyrr á öldum menn í mislitum sokkabuxum sungu um grösuga garða og háværa lævirkja.

Eyvi og langspilið

Ryan Koons og Niccolo Seligmann frá USA munu syngja og leika nokkur lög  m.a.  á barrokkhljóðfæri

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: Tvísöngvar, litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka verður þriðjudaginn 9. apríl kl.19:30 í Gröndalshúsi á horninu á Fischersundi og Mjóstræti, 101 Reykjavík. Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg. Kenndur verður meðal annars tvisöngurinn Vorið langt.

Þjóðlagasamspil er vikulega á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 – 23:00 á Bar Ananas á horninu á Grettisgötu og Klapparstíg. Þar geta menn komið og kveðið og sungið.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fundur, kvæðalagaæfing og Söngvaka í apríl 2019

Aðalfundarboð og fleira

Aðalfundur Iðunnar föstudaginn  8. mars kl. 20.00, kvæðalagaæfingin verður  laugardaginn 9. mars kl. 14.00 og Söngvaka þriðjudaginn 12. mars kl. 19.30 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Aðalfundur – Fundarboð

Aðalfundur Kvæðamannafélagsins Iðunnar verður haldinn föstudaginn 8. mars                           kl. 20.00 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Venjuleg aðalfundarstörf:
1. Skýrsla formanns.
2. Skýrsla féhirðis.
3. Skýrslur nefnda.
4. Ákvörðun árstillags.
5.  Kosningar í stjórn, varastjórn, nefndir og skoðunarmanna reikninga.

Eftir aðalfundinn hefst dagskrá félagsfundarinns, en þá ætla Linus Orri Gunnarsson Cederborg og Chris Foster að syngja tvísöngva. Einnig verða fastir liðir t.d. samkveðskapur, Litla kvæðamannamótir undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur, Litla hagyrðingamótið og afli Skáldu, í umsjón Helga Zimsen og Bragfræðihorn Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Fundinum lýkur kl. 22:30

Athugið að næsta kvæðalagaæfing verður ekki á miðvikudag heldur laugardaginn 9. mars  kl. 14:00 og er hún fyrir börn og fjölskyldur þeirra og alla sem hafa gaman af að kveða og syngja með börnum. Á kvæðalagaæfingum eru kenndar og æfðar stemmur úr Silfurplötum – og Segulböndum Iðunnar o. fl. Þar kynnist fólk einnig betur innviðum félagsins og sögu.

Af Söngvöku

Af Söngvöku

Næsta Söngvaka verður þriðjudaginn 12. mars kl. 19:30 í Gröndalshúsi, á horninu á Fischersundi. Á Söngvökum eru kennd og æfð íslensk þjóðlög af ýmsu tagi, t.d. tvísöngsstemmur, tvísöngvar og sagnadansar.

Kennarar: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi, kvæðalagaæfingar og Söngvökur og taka með sér gesti því viðburðir Iðunnar eru öllum opnir.

Fundir og kvæðalagaæfingar  Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Birt í Auglýsingar | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

„Breytir angri í yndisstund“

Kvæðakvöld Iðunnar
2016-01-19 22.49.44á Sólon Bistro – efri hæð.
miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20:00

Húsið opnar Kl. 19:30

Styrktartónleikar – Hlutavelta
Aðgangseyrir 1.500 – Enginn posi

Sjá viðburð á fésbókinni.

Birt í Auglýsingar | Færðu inn athugasemd

Fundur og kvæðalagaæfing í febrúar 2019

NÞjóðlagasveitin Skorsteinnæsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður miðvikudaginn 6. febrúar kl. 19:00

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á febrúarfundinum og verður hún með þorrabrag.

Katelin Parsons flytur fyrirlestur sem hún nefnir Munnharpan:
Alþýðuhljóðfæri eða myndlíking? Fjallar hann um rímnakveðskap og
flutning hans á 17. öld.

Katelin er í doktorsnámi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Þjóðlagasveitin Skorsteinn leikur nokkur lög. Meðlimir hennar eru:
Linus Orri Gunnarson Cederborg, Eggert Pálsson, Jamie McQuilkin, Joaquin Munoz – Cobo og Gunnar Haraldsson.

Undanfarna mánuði hefur Linus Orri unnið með lög úr íslenskri sönghefð og sett þau út fyrir ýmiss hljóðfæri ásamt vinum sínum úr Skorsteini og munu þeir frumflytja þau á fundinum.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Samöngur: Tvísöngvar og þorralög. Bára Grímsdóttir stjórnar.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka, Þjóðlagasamspil með kveðskap og Kvæðakvöld

Söngvaka verður þriðjudaginn 12. febrúar kl. 19:30  í Gröndalshúsi á horninu á Fischersundi og Mjóstræti, 101 Reykjavík.

Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg.

Þjóðlagasamspil með kveðskap verður fimmtudaginn 14. febrúar 20:00 á Bar Ananas á horninu á Grettisgötu og Klapparstíg.

Kvæðakvöld á Sólon, efri hæð verður miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30.

Ýmsir kvæðamenn úr Iðunni koma fram, þar á meðal ein af jólastjörnum Björgvins Halldórssonar.  Ragnar Ingi Aðalsteinsson verður kynnir.

Hlutavelta og góðir vinningar. Aðgangseyrir 1.500 kr.

Allur ágóði fer í sjóð Iðunnar í tilefni af 90 ára afmæli félagsins og Degi rímnalagsins 15. septermber.

Birt í Auglýsingar | Færðu inn athugasemd

2019 Janúarfundur, kvæðalagaæfing og söngvaka.

Spilmenn Ríkisins

Spilmenn Ríkisins

Næsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn föstudaginn 11. janúar kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður miðvikudaginn 9. janúar kl 19:00.  Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á janúarfundinum:

Sýnt verður viðtal við Lárus Björnsson bónda og kvæðamann í Grímstungu sem Grímur Gíslason tók fyrir tæpum 40 árum síðan.

Spilmenn Rikinis syngja og leika forna tónlist sem m.a. tengist nýju ári.

Einar Valgarðsson flytur ljóð eftir föður sinn Valgarð Egilsson.

Þuríður Guðmundsdóttir kveður vísur eftir ýmsa höfunda.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka verður þriðjudaginn 8. jan ATH kl. 19:30  í Gröndalshúsi á horninu á Fischersundi og Móstræti, 101 Reykjavík..
Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg.

Birt í Auglýsingar | Merkt | Færðu inn athugasemd

Söngvöku fréttabréf

Hér berst þér loks fréttabréf söngvökunar sem lofað var eftir hvern fund. Liðnar eru þrjár vel heppnaðar söngvökur og nú þegar við erum komin vel af stað getum við farið að prófa okkur áfram með að fá gesti til að kenna og fleira.

Annað kvöld ætlum við að mæta á þrettándabrennuna við Ægisíðu til þess að kveða og syngja og dansa saman. Á síðustu söngvöku var álfaþema og því erum við í góðri æfingu fyrir brennuna. https://www.facebook.com/events/1124935827685135/

Þema næstu söngvöku er upprifjun og ætlum við að fara yfir eitthvað af því sem að við lærðum í fyrra. Athugið að tímasetningunni hefur verið breytt og byrjar söngvakan nú klukkan 19:30. Hér fyrir neðan er listi yfir allt það sem við höfum lært hingað til og það sem að við ætlum að fara yfir sérstaklega er feitletrað fyrir þá sem vilja koma sér í gírinn og jafnvel undirbúa sig.

https://www.facebook.com/events/2025891931036807/

  1. Söngvaka 16. okt

Höldum gleði hátt á loft – tvísöngstemma

Ljósið kemur langt og mjótt – tvísöngur

Lækurinn – Tvísöngsstemma

Kláus – Tvísöngur

Systrakvæði – Sagnadans

Draumkvæði/Fagurt syngur svanurinn(útgáfa frá Didda fiðlu) – Sagnadans

  1. Söngvaka 13. nóvember

Lækurinn – tvísöngsstemma

Funi – tvísöngsstemma

Lifnar hagur hýrnar brá – tvísöngsstemma

Kláus – tvísöngur

Sumarkveðja – tvísöngur

Sjö sinnum það sagt er mér

Gunnarhildarkvæði – sagnadans

Systrakvæði – sagnadans

 

  1. söngvaka 11. des. Álfaþema

Gott er að koma á gleðifund – tvísöngstemma

Ekkillin frá Álfahamri – kvæði

Gilsbakkaþula

Ólafur Liljurós – sagnadans

Söngvöku er enn nú endi – tvísöngur

 

Hlökkum til að sjá ykkur á brennunni, á næstu söngvöku og svo aftur og aftur og aftur á árinu.

Linus Orri og Chris Foster

Birt í Fróðleikur | Merkt | Færðu inn athugasemd