Þegar vísan verður til

Í vetur kom út ljóðabók Sigmunds Benediktssonar, Þegar vísan verður til. Sigmundur hefur verið félagsmaður í Kvæðamannafélaginu Iðunni til margra ára. Bókin verður ekki seld í hefðbundnum bókabúðum en hana má panta á sérstakri sölusíðu sem sett var upp á fésbók: Þegar vísan verður til

Um höfundinn:

Sigmundur Benediktsson, vélvirki á Akranesi, er fæddur 15. mars 1936. Hann er sveitamaður og mikið náttúrubarn sem ólst upp í torfbæ. Rætur hans standa því djúpt í íslenskri mold. Þegar Sigmundur var um það bil 4. ára hafði hann numið 92 vísur. Slíkur vísnasjóður er fágætur hjá svo ungum manni.

Bókin hefur að geyma 333 dýrt kveðnar vísur, flestar hringhendur.

Háttinn slynga gæfan gaf
glatt hann syng af munni
stefin þvingast ekkert af
óskahringhendunni.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar