Rímur, siglingarvísur og kveðskapur

Ath, í stað kvæðalagaæfingar hefur félagið ákveðið að fjölmenna á áhugavert erindi Rósu Þorsteinsdóttur, sjá á heimasíðu Vitafélagsins, en þar stendur:

Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur segir frá rímum, siglingavísum, rímnakveðskap og kvæðalögum. Inn í umfjöllunina verður fléttað hljóðdæmum, bæði lifandi tónlist og upptökum með kveðskap úr þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

Hljómsveitin Einbreið brú mun síðan flytja nokkur vel valin lög, en hún sækir efnivið sinn í þjóðlaga- og kveðskapararfinn og flytur í eigin útsetningum.  Hljómsveitin er eingöngu skipuð þjóðfræðingum, verandi eða verðandi.  

Með þessari hressilegu dagskrá fagnar Íslenska vitafélagið- félag um íslenska strandmenningu vetri og hvetur alla félagsmenn og velunnara þess til að mæta í Víkina – sjóminjasafn, Grandagarði, Reykjavík  miðvikudagskvöldið 7. nóvember klukkan 20:00.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

2 Responses to Rímur, siglingarvísur og kveðskapur

 1. Gunnar sagði:

  Sæl og blessuð,

  Eru félagsmenn ykkar að taka að sér að kveða rímur gegn gjaldi í víkingastíl?
  Ef svo, hvað mundi þetta kosta með keyrslu?

  Ég er að gera tilboð í erlendan hóp sem væri í Ingólfsskála milli Selfoss og Hveragerðis 11. ágúst og þau óskuðu eftir aðila sem gæti kveðið rímur.

  Bestu kveðjur,

  Gunnar
  gsm 695 4777

 2. hoskibui sagði:

  Það er eflaust hægt að redda því. Best er að hafa samband við idunn@rimur.is

Skildu eftir svar