Rímur um efni líðandi stundar

 Frá Stuðlabergi og Stemmu.

Rímur um efni líðandi stundar

Ákveðið hefur verið að leita til hagyrðinga og fara þess á leit við þá að þeir yrki rímur um málefni líðandi stundar. Ort skal undir rímnaháttum og gert ráð fyrir að ríman verði kveðin af kvæðamanni, annað hvort höfundinum sjálfum eða einhverjum sem hann tilnefnir.

Hagyrðingar hafa val um lengd rímunnar en þó er æskilegt að hver ríma verði ekki mjög löng. Hafa má til hliðsjónar hvað það varðar Rímur af Oddi sterka eftir Örn Arnarson en þar er hver ríma innan við tuttugu erindi.

Ríman skal hefjast á mansöng (komið hefur fram sú hugmynd að konur sem taka þátt í verkefninu megi hefja sína rímu á mannsöng) og hafa hagyrðingar frjálsar hendur um efnismeðferð hvað mansönginn/mannsönginn varðar.

Rímuna (eða rímurnar, hver höfundur má skila  inn fleiri en einni rímu) skal senda á netfangið ria@hi.is

Stefnt er að því að fyrstu rímurnar verði fluttar á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði nú í júlí, en Stemma hefur eindreginn vilja til þess að halda þessu samstarfsverkefni áfram í vetur þar sem kvæðamenn kveða ferskar rímur um lífið á líðandi stund.

Umfjöllun um rímurnar verður svo í nóvemberhefti Stuðlabergs. Þar verður sagt frá undirtektum og afrakstri átaksins og eftir atvikum birt brot úr einstaka rímum.

Fyrir hönd Stuðlabergs og Stemmu

Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Guðrún Ingimundardóttir

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar