Félagsfundur og kvæðalagaæfing

Aprílfundur Iðunnar verður haldinn 4. apríl og verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, sem nú er þann 2. apríl.

Ýmislegt verður á dagskránni á fundinum, en til að klára frestaðan aðalfund þá les gjaldkeri skýrslu sína. Formaður Iðunnar, Ragnar Ingi Aðalsteinsson ætlar að kveða rímu sína um minni og minnisleysi formanns. Síðan verður hljóðfæraleikur en tveir drengir, nemendur Lárusar Grímssonar, munu spila á píanó ásamt Báru Grímsdóttur. Það eru þeir Kári Kvaran og Dagur Þórisson. Einnig ætlar Katelin Parsons að flytja fróðlegt erindi sitt um Grýlukvæði. Þá kemur ungur þjóðlagatónlistarmaður frá Danmörku, Benjamin Beck og mun spila fyrir okkur á klarinett.

Svo má nefna fasta dagskrárliði: skýrslu ritara, litla hagyrðingamótið, samkveðskapinn og að lokum verður gert að afla Skáldu.

Allir fundir og kvæðalagaæfingar félagsins hefjast stundvíslega kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar