Sónargaldur og rímnalög

Laugardaginn 15. nóvember frá 13-17 verður haldið málþing um rímnakveðskap í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Málþingið er öllum opið.

Á málþinginu verður fjallað um flutning rímna og leitast við að varpa ljósi á yngri og eldri hefðir. Rætt verður hvort spuni eigi sér stað í flutningi rímna og hver tengsl bókmenntalegrar hrynjandi eða bragfræði og tónlistarlegrar hrynjandi eru. Þá verður fjallað um rannsóknir Hreins Steingrímssonar og Sven Nielsen.

Dagskrá málþingsins:
13:00 Kynning
13:10 Hallvarður Ásgeirsson: „Breiðafjarðarrímur“
13:50 Njáll Sigurðsson: „Eldri og yngri hefðir í flutningi rímna“
14:30 Kaffihlé
14:50 Guðmundur Steinn Gunnarsson: „Hrynjandi íslenskra rímna“
15:30 Steindór Andersen kveður

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar