Þrusu-kynning

Félagi okkar hann Bjarki Karlsson sem við höfum oft fengið að njóta hér á síðunni, stendur í mikilli útgáfu þessa dagana. Hann sendi okkur eftirfarandi tilkynningu og vonast eftir að sjá sem flesta kl 17:00 þann 20. nóvember í bókabúð Máls og menningar, laugavegi.

*Útgáfu*- til herlegs -*hófs *skal hér með bjóða:
út er komin skrýtin skræða
skal ég þetta betur ræða:

Þar er gamalt þar er nýtt og þar er sægur
teikninga og tónlist fögur,
talað mál og lygasögur.

*Klukkan fimm á fimmtudag* ég fögnuð boða,
eyða munu öllum kvíða
ómarnir sem gefst að hlýða.

Þér er boðið, þetta verður þrusu-kynning.
Staðurinn er *Mál og menning*,
mætir þangað heilög þrenning;

Manítú og Múhameð og Múspellssynir,
svo fara Lóður, Loki, Hænir
og Lúsifer með aflátsbænir.

Áfjáða um eiginhandaráritsverki
heiðra ég með hrafnasparki
Hjartans kveðjur, ykkar *Bjarki*.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar