Aðalfundur og kvæðalagaæfing

Reykjavík 5. mars 2015 

Aðalfundaboð Kvæðamannafélagsins Iðunnar

Aðalfundur Iðunnar verður haldinn föstudaginn 13. mars 2015 kl. 20.00 í Gerðubergi.
Á fundinum verða venjuleg aðalfundastörf s.s. kosning stjórnar og nefnda og ákvörðun árstillags.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson formaður lýsti því yfir á síðasta félagsfundi 6. febrúar að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs vegna anna. Á sama fundi lýsti Bára Grímsdóttir varaformaður yfir framboði sínu til formanns og Höskuldur Búi Jónsson stjórnarmaður hefur lýst yfir framoði til varaformanns. Magnea Einarsdóttir sem er sitjandi í varastjórn hefur lýst yfir framboði í stjórn og Halldóra Traustadóttir hefur lýst yfir framboði í varastjórn. Guðni Óskarsson hefur lýst yfir framboði sem formaður ferðanefndar.

Félagsfundur Iðunnar verður haldinn í framhaldi af aðalfundi. Á dagskrá verða Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari. Þær munu flytja nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur sem heitir Árferð og byggist að hluta til á íslenskum stemmum, einnig verða sögur og kveðskapur frá Landsmóti Stemmu á Siglufirði. Svo verða fastir liðir m.a.litla hagyrðingamótið, samkveðskapur og afli Skáldu.

Kvæðalagaæfing verður miðvikudagskvöldið 11 mars. Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast klukkan 19:00, en aðalfundurinn hefst kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar