Aprílfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn 10. apríl og verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, þann 8. apríl.

Ýmislegt verður á dagskránni á fundinum. Sigmundur Benediktsson ætlar að kynna ljóðabók sína Úr viðjum vitundar og svo mun Ragnheiður Ólafsdóttir segja frá fyrstu árum Iðunnar. Þá mun Ditte Elly Goard syngja og leika á gítar, en hún kemur frá Englandi.

Nýr liður sem mögulega verður fastur liður eru bragæfingar  Ragnars Inga Aðalsteinssonar.

Svo má nefna fasta dagskrárliði: Skýrslu ritara, litla hagyrðingamótið og samkveðskapinn og að lokum verður gert að afla Skáldu.

Hér eru svo tveir fyrripartar sem við hvetjum fólk til að botna, fyrir fund eða á meðan á fundi stendur og skila ofan í Skáldu

1)  Yrkjum hér af miklum móð
má það Skáldu fylla.

2)  Sólin yfir okkur rís
aftur grænkar sporið.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast klukkan 19:00, en félagsfundir hefjast kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar