Maífundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn 8. maí og verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, þann 6. maí.

Ýmislegt verður á dagskránni á fundinum. Steindór Andersen annars vegar og Þórarinn Már Baldursson hins vegar, munu kveða af sinni alkunnu snilld.  Þá mun Þorvaldur Örn Davíðsson fjalla um þegar trallað var undir dansi og Chris Foster og Chris Fretwel spila á 2 langspil

Nýr dagskrárliður sem mögulega verður fastur liður er litla kvæðamannamótið undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Þá halda áfram bragæfingar  Ragnars Inga Aðalsteinssonar.

Svo má nefna aðra fasta dagskrárliði: Skýrslu ritara, látinna félaga minnst, litla hagyrðingamótið og samkveðskapinn og að lokum verður gert að afla Skáldu.

Hér eru svo tveir fyrripartar sem við hvetjum fólk til að botna, fyrir fund eða á meðan á fundi stendur og skila ofan í Skáldu

1)  Svífur vetur senn á brott
sumarið loks kemur.

2)  Kartöflur af krafti brátt
kreista úr sér spírur.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast klukkan 19:00, en félagsfundir hefjast kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar