Desemberfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 4. desember og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið á undan þann 2. desember.

Sigrún Haraldsdóttir og Sigurlín Hermannsdóttir munu lesa upp úr nýju ljóðabókunum sínum, Hvítir veggir og Pönnukökur og plokkfiskur. Þá mun Rósa Þorsteinsdóttir segja sögu og Chris Foster flytur enska ballöðu.

Ragnar Ingi verður með bragfræðihorn sitt, en aðrir fastir dagskrárliðir eru litla hagyrðingamótið og litla kvæðamannamótið. Samkveðskapur verður á sínum stað og gert að afla Skáldu.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast klukkan 19:00, en félagsfundir hefjast kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt undir Óskilgreint. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar