Haustferð Iðunnar 3. september 2016

adscf7473Haustferð Iðunnar 3. september 2016
Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 8:00 og ekið sem leið liggur vestur um Dali og Þröskulda alla leið að Sævangi við Steingrímsfjörð. Þar fáum við gúllassúpu og brauð og skoðum Sauðfjársetrið. Þaðan verður farið norður í Bjarnarfjörð undir leiðsögn Jóns Jónssonar þjóðfræðings. Komið verður á Drangsnes en þar verður möguleiki á að fara í sund (gjaldið er ekki innifalið).
Á bakaleiðinni heimsækjum við Strandagaldur á Hólmavík. Þátttakendur geta valið um að fá sér síðdegiskaffi á Kaffi Galdri eða Kaffi Riis og hver borgar þar fyrir sig. Á suðurleið verður snæddur kvöldverður í Hreðavatnsskála og áætlað er að koma aftur að BSÍ um kl. 22:00.
Verð er 7.000 kr. og í því er innifalið ferðin, hádegis- og kvöldmatur, leiðsögn og aðgangseyrir að söfnum.
Þátttaka tilkynnist til formanns ferðanefndar, Guðna Sig. Óskarssonar, í netfangið gudnisigosk@gmail.com eða í síma 8461604, í síðasta lagi 27. ágúst.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar