Janúarfundur 2017 og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 6. janúar og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 4. janúar.

004Að venju er fjölbreytt dagskrá og með áramótabrag.

Bára Grímsdóttir segir frá kvæðakonunni Sigríði Friðriksdóttur og leikur hljóðdæmi, en Sigríður var ein af virtustu og bestu kvæðamönnum landsins. Guðrún Ingólfsdóttir kynnir og les upp úr bók sinni: Á hverju liggja ekki vorar göfugu kelllingar. Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. Öld, en Háskólaútgáfan sér um útgáfuna.

Kveðið verður úr rímum eftir Hólmfríði Indriðadóttur skáldkonu frá Hafralæk og úr rímum eftir Hjallalands-Helgu Þórarinsdóttur. Þá verður tvísöngur, en einnig munu bræðurnir Steini Sævar og Guðni Þorsteinssynir leika nokkur lög á sög og harmonikku.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og Skálda.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar