Kvæðakvöld á Café Rósenberg 2017

2016-01-19 22.49.44Kvæðakvöld á Café Rosenberg
Klapparstíg 25 – 27
101 Reykjavík

Þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00 – 22:30

Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir skemmtidagskrá þar sem fram kemur úrvals kvæðafólk, þau: Ása Ketilsdóttir, Bára Grímsdóttir, Rósa Jóhannesdóttir, Ingimar Halldórsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Rósa Þorsteinsdóttir og munu þau kveða nýtt og eldra efni.

Auk þess verða flutt gamanmál í bundnu og óbundnu máli og hlutavelta verður haldin með mörgum góðum vinningum. Sumt af efninu er eftir þekkta hagyrðinga Iðunnar, eins og Helga Zimsen og Sigrúnu Haraldsdóttur. Hin landsþekkta kvæðakona Ása Ketilsdóttir ætlar meðal annars að flytja efni eftir Látra-Björgu.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson verður kynnir.

Aðgangur 1.500 kr.

Athugið að enginn posi verður á staðnum, einungis hægt að greiða með reiðufé. Allur ágóði rennur í ferðasjóð Iðunnarfélaga sem fara á landsmót kvæðamanna sem verður haldið á Siglufirði 21. – 23. apríl 2017

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar