Sigríður Friðriksdóttir kvæðakona

Á fundi Iðunnar í janúar 2017 flutti Bára Grímsdóttir áhugavert erindi um kvæðakonuna Sigríði Friðriksdóttur.  Hlusta má á hljóðrit af erindinu hér fyrir neðan.

 

Sigríður F b_wSigríður Friðriksdóttir (1886-1982) var fædd á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu.  Systir Þuríðar og þeirra systkina.  Sigríður vann sem verkakona eftir að hún fluttist til Reykjavíkur – mest við hreingerningar. Sigríður verður að teljast einhver merkilegasti kvæðamaðurinn sem finnst á hljóðritunum.  Hún kunni ógrynni af rímnastemmum sem hún flutti á sinn sérstaka hátt með hárfínum skreytingum sem fáir léku eftir.  Töluðu menn um þessar skreytingar sem “lissurnar hennar Sigríðar” og þóttust þar með afsakaðir frá því að reyna sig við þær.

Sigríður kveður 28 stemmur á silfurplötunum:  13-16, 121-136 og 165-172.

Þessi færsla var birt í Fróðleikur og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar