Febrúarfundur og kvæðalagaæfing

PrintNæsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 3. febrúar og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 1. febrúar.

Að venju er fjölbreytt dagskrá, en þjóðlaganefndin skipuleggur þennan fund og hann er því helgaður íslenskum og erlendum þjóðlögum.

Tríóið Crooked Chimney ætlar að koma fram, en það eru þau Linus Orri Gunnarsson Cederborg, Jamie McQuilkin og Hannah Boswell og eru þau tónlistarfólk frá Reykjavík Trad Session á Ölsmiðjunni í Lækjargötu. Þau munu leika nokkur lög.

Chris Foster syngur og leikur nokkur lög af nýju plötunni sinni Hadelin, en einnig mun Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda flytja nokkur lög.

Þá verða fastir liðir á sínum stað, þ.e. bragfræðihornið, litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og gert að afla Skáldu

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar