Maífundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 5. maí og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 3. maí.

Efni fundarins verður fjölbreytt að vanda, en Anton Helgi Jónsson ljóðskáld mun flytja kvæði og vísur eftir sig.

Ragnheiður Ólafsdóttir, sem ætlaði að kveða fyrir okkur, kemst ekki á fundinn, en í staðin ætlar Bára Grímsdóttir að kveða brot úr Golfrímu eftir Einar Thoroddsen.

Wilma Young og Chris Foster flytja m.a. dansmúsik sem var spiluð hér á landi á seinni hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar. Wilma er fiðluleikari, en Chris spilar undir á gítar.

Þá verða fastir liðir á sínum stað, þ.e. bragfræðihornið, litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og gert að afla Skáldu

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar