Haustferð Iðunnar, 2. september 2017

Haustferð Iðunnar 2. september 2017

Haustferðin verður farin fyrsta laugardag í september að venju, sem í þetta sinn ber upp á 2. september.

Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993)

Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993)

Leiðin liggur á starfssvæði eins af yngstu kvæðamannafélögum landsins, Snorra í Borgarfirði. Ekið verður um Hvalfjörð, þar sem Hernámssetrið verður heimsótt, og Dragháls þar sem Sveinbjörns Beinteinssonar, alsherjargoða og kvæðamanns, verður minnst. Þá verður haldið að Reykholti þar sem Snorrastofa stendur fyrir sýningunni Saga Snorra (hún fjallar um Snorra Sturluson en ekki kvæðamannafélagið) 😀 Eftir að hún hefur verið skoðuð verður snæddur hádegisverður (súpa, pasta og salat) á Fosshóteli í Reykholti. Páll á Húsafelli verður síðan heimsóttur og litið á Hraunfossa í leiðinni. Á þessum hluta ferðarinnar munu félagar í kvæðamannafélaginu Snorra koma eitthvað við sögu.

Seinnipartinn er svo ætlunin að heimsækja Safnahús Borgarfjarðar í Borgarnesi og fá leiðsögn um hinar stórskemmtilegu sýningar ‘Börn í 100 ár’ og ‘Ævintýri fuglanna’. Áður en lagt verður af stað aftur til Reykjavíkur verður snæddur kvöldverður í Landnámssetrinu (Grillsteikt lambafillé með ofnbökuðu rótargrænmeti, kartöflubátum og rósmarín-döðlusósu; volg súkkulaðikaka með blautum kjarna ásamt þeyttum rjóma; kaffi eða te).

Lagt verður af stað frá BSÍ (með rútu frá hinu liðlega rútufyrirtæki Snæland Grímsson!) stundvíslega kl. 8:30 og áætlað að koma til baka á sama stað um kl. 21:00.

Þátttakendur greiða 11.000 kr. hver og er þá allt innifalið, þ.e. rútuferð, hádegis-og kvöldverður, leiðsögn og aðgangseyrir á allar sýningar sem eru á dagskránni.

Þátttöku skal tilkynna til Rósu Þorsteinsdóttur fyrir þriðjudaginn 29. ágúst á netfangið rosat@hi.is eða í síma 8470870.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

3 Responses to Haustferð Iðunnar, 2. september 2017

 1. Magnea Einarsdóttir sagði:

  búin að melda mig en fann þetta líka ágæta form og fann mig knúna til að fylla það út

 2. Guðný Guðmundsdóttir sagði:

  Kem með.

 3. Guðný Guðmundsdóttir sagði:

  Kem með í haustferðina.´
  Guðný

Skildu eftir svar