Jólafundur 2017og kvæðalagaæfing

Rósa Jóhannesdóttir og dætur á jólafundi 2016

Rósa Jóhannesdóttir og dætur á jólafundi 2016

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 8. desember, með jólalegum brag og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið þar á undan, þann 6. desember.

Ingibjörg Eyþórsdóttir flytur áhugaverðan fyrirlestur sem heitir „Þú braust upp mitt hægaloft“ sem fjallar um kynbundið ofbeldi í íslenskum sagnadönsum.

Annars verður dagskráin með hefðbundnum brag, þar sem Ingimar Halldórsson ætlar að kveða vísur eftir Sigmund Benediktsson, og Rósa Jóhannesdóttir og dætur að flytja jólalög.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stað: litla hagyrðingamótið, samkveðskapur, tvísöngur og Skálda.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar