Kvæðakvöld Iðunnar 2018

2016-01-19 22.49.44Kvæðakvöld Iðunnar

miðvikudaginn 14. febrúar 2018, kl: 20:00 – 22:30

Sólon – efri hæð

Bankastræti 7a  101 Reykjavík

Styrktartónleikar

Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir skemmtidagskrá þar sem fram kemur úrvals kvæðafólk, m.a.:

Bára Grímsdóttir, Rósa Jóhannesdóttir, Ingimar Halldórsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Gunnar Straumland, Rósa Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Magni Björnsson og munu þau kveða nýtt og eldra efni, þar á meðal ýmsa mansöngva. Auk þess verður flutt gamanmál í bundnu og óbundnu máli, um ástina og fleira. Sumt af efninu er eftir þekkta hagyrðinga Iðunnar, eins og Helga Zimsen og Sigurlín Hermannsdóttur.

Hlutavelta verður haldin með mörgum góðum vinningum og er aðalvinningurinn bókin Segulbönd Iðunnar.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson verður kynnir.

Barinn verður opinn á efri hæðinni fyrir gesti kvæðakvöldsins frá kl. 19.30.

Aðgangseyrir 1.500 kr. Athugið enginn posi í miðasölunni.

Allur ágóði rennur  í útgáfusjóð á Segulböndum Iðunnar, sem er vegleg bók með 160 kvæðalögum úr safni kvæðamannafélagsins, á nótum og í hljóðriti, kvæðum og ýmsum fróðleik um kveðskap, kvæðamenn, bragfræði og fleira.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

1 Response to Kvæðakvöld Iðunnar 2018

  1. Guðný Guðmundsdóttir sagði:

    Vona að ég geti komið núna, er svo oft á einhverjum þvælingi þegar þið eruð að brillera snillingarnir.

Skildu eftir svar