Febrúarfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsrosa_thorsteinsdottir2fundur verður haldinn föstudaginn 9. febrúar og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 7. febrúar.

Að venju er fjölbreytt dagskrá á febrúarfundinum.

Meðal annars mun Rósa Þorsteinsdóttir flytja erindi um Skagfirska kvæðamenn úr Segulbandasafni Iðunnar og spilar hljóðdæmi.  Þá ætlar Davíð Þór Jónsson, ljóðskáld og prestur að flytja eigin ljóð.

Nokkur lög sem tengjast þorranum verða sungin í samsöng með hljóðfæraleik.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og Skálda.

Þá verða veitingarnar einnig með þorrabrag

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar