Maífundur og kvæðalagaæfing

Hildigunnur Einarsdóttir

Hildigunnur Einarsdóttir

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 4. maí og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 2. maí.

Að venju er fjölbreytt dagskrá á maífundinum.

Hildigunnur Einarsdóttir flytur erindi um afa sinn Einar Kristjánsson. Einar var lúnkinn harmonikkuleikari og var tvöföld harmonikka sérsvið hans og fá áheyrendur að heyra nokkur tóndæmi af leik hans. Árið 1979 gaf SG út hljómplötu þar sem Einar leikur 30 lög ásamt Garðari Jakobssyni fiðluleikara.

Hama Qasm frá Kúrdistan syngur nokkur lög.

Nýjar rímur verða fluttar í heild sinni af nokkrum kvæðamönnum, það eru Rímur af Sigurði Fót af Völlum og Ásmundi úr Húnaþingi, en áður mun höfundurinn Lárus Jón Guðmundsson mun fjalla lítillega um tildrög þeirra.

Bjarki Karlsson flytur fjögur ljóð eftir samtímamenn sína eins og honum finnst að eigi að flytja þau – en enginn hefur flutt áður með þvílíkum hætti.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Athugið að kvæðalagaæfingin mun að þessu sinni hefjast kl. 18:00, en félagsfundurinn að venju kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Útgáfudagur Segulbanda Iðunnar verður 24. maí kl. 17:00 – 19:00 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar