Jólafundur 2018, kvæðalagaæfing, söngvaka og þjóðlagasamspil með kveðskap

edcaa326-d6c2-4185-8490-d956cc8ca64e_MSNæsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn með jólalegum brag föstudaginn 7. desember kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður miðvikudaginn 5. desember.  Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á desemberfundinum:

Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði flytur erindi og segir frá því hvers konar hátíð jólahátíðin var til forna, hann ræðir m.a. um bakgrunn Grýlu og jólasveinanna og um erlenda ættingja þeirra.

Bára Grímsdóttir kveður brot úr Hyndlurímum eftir Steinunni Finnsdóttur og segir lítillega frá höfundinum.

Jólalögin óma. Jóhannes, Gréta Petrína og Iðunn Helga Zimsen og Þuríður Rósa Bjarkadóttir Yershova, en þau eru meðal fjögurra yngstu Iðunnarfélaganna, munu syngja og leika nokkur jólalög undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Þau munu einnig leiða samsöng.

Gunnar Straumland, hagyrðingur og kvæðamaður, flytur nýja og frumorta rímu af Leppalúða undirmálströlli.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka verður þriðjudaginn 11. desember kl. 19:00 í Andrými, Bergþórugötu 20.
Tvísöngvar, sagnadansar, þulur o. fl., meðal annars söngvar um álfa.
Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg

Þjóðlagasamspil með kveðskap verður fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00 á Ananas Bar, Klapparstíg 38, á horninu á Klapparstíg og Grettisgötu.

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar