Hér berst þér loks fréttabréf söngvökunar sem lofað var eftir hvern fund. Liðnar eru þrjár vel heppnaðar söngvökur og nú þegar við erum komin vel af stað getum við farið að prófa okkur áfram með að fá gesti til að kenna og fleira.
Annað kvöld ætlum við að mæta á þrettándabrennuna við Ægisíðu til þess að kveða og syngja og dansa saman. Á síðustu söngvöku var álfaþema og því erum við í góðri æfingu fyrir brennuna. https://www.facebook.com/events/1124935827685135/
Þema næstu söngvöku er upprifjun og ætlum við að fara yfir eitthvað af því sem að við lærðum í fyrra. Athugið að tímasetningunni hefur verið breytt og byrjar söngvakan nú klukkan 19:30. Hér fyrir neðan er listi yfir allt það sem við höfum lært hingað til og það sem að við ætlum að fara yfir sérstaklega er feitletrað fyrir þá sem vilja koma sér í gírinn og jafnvel undirbúa sig.
https://www.facebook.com/events/2025891931036807/
- Söngvaka 16. okt
Höldum gleði hátt á loft – tvísöngstemma
Ljósið kemur langt og mjótt – tvísöngur
Lækurinn – Tvísöngsstemma
Kláus – Tvísöngur
Systrakvæði – Sagnadans
Draumkvæði/Fagurt syngur svanurinn(útgáfa frá Didda fiðlu) – Sagnadans
- Söngvaka 13. nóvember
Lækurinn – tvísöngsstemma
Funi – tvísöngsstemma
Lifnar hagur hýrnar brá – tvísöngsstemma
Kláus – tvísöngur
Sumarkveðja – tvísöngur
Sjö sinnum það sagt er mér
Gunnarhildarkvæði – sagnadans
Systrakvæði – sagnadans
- söngvaka 11. des. Álfaþema
Gott er að koma á gleðifund – tvísöngstemma
Ekkillin frá Álfahamri – kvæði
Gilsbakkaþula
Ólafur Liljurós – sagnadans
Söngvöku er enn nú endi – tvísöngur
Hlökkum til að sjá ykkur á brennunni, á næstu söngvöku og svo aftur og aftur og aftur á árinu.
Linus Orri og Chris Foster