Fundur og kvæðalagaæfing í febrúar 2019

NÞjóðlagasveitin Skorsteinnæsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður miðvikudaginn 6. febrúar kl. 19:00

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á febrúarfundinum og verður hún með þorrabrag.

Katelin Parsons flytur fyrirlestur sem hún nefnir Munnharpan:
Alþýðuhljóðfæri eða myndlíking? Fjallar hann um rímnakveðskap og
flutning hans á 17. öld.

Katelin er í doktorsnámi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Þjóðlagasveitin Skorsteinn leikur nokkur lög. Meðlimir hennar eru:
Linus Orri Gunnarson Cederborg, Eggert Pálsson, Jamie McQuilkin, Joaquin Munoz – Cobo og Gunnar Haraldsson.

Undanfarna mánuði hefur Linus Orri unnið með lög úr íslenskri sönghefð og sett þau út fyrir ýmiss hljóðfæri ásamt vinum sínum úr Skorsteini og munu þeir frumflytja þau á fundinum.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Samöngur: Tvísöngvar og þorralög. Bára Grímsdóttir stjórnar.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka, Þjóðlagasamspil með kveðskap og Kvæðakvöld

Söngvaka verður þriðjudaginn 12. febrúar kl. 19:30  í Gröndalshúsi á horninu á Fischersundi og Mjóstræti, 101 Reykjavík.

Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg.

Þjóðlagasamspil með kveðskap verður fimmtudaginn 14. febrúar 20:00 á Bar Ananas á horninu á Grettisgötu og Klapparstíg.

Kvæðakvöld á Sólon, efri hæð verður miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30.

Ýmsir kvæðamenn úr Iðunni koma fram, þar á meðal ein af jólastjörnum Björgvins Halldórssonar.  Ragnar Ingi Aðalsteinsson verður kynnir.

Hlutavelta og góðir vinningar. Aðgangseyrir 1.500 kr.

Allur ágóði fer í sjóð Iðunnar í tilefni af 90 ára afmæli félagsins og Degi rímnalagsins 15. septermber.

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar