Aðalfundur Iðunnar föstudaginn 8. mars kl. 20.00, kvæðalagaæfingin verður laugardaginn 9. mars kl. 14.00 og Söngvaka þriðjudaginn 12. mars kl. 19.30 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Aðalfundur – Fundarboð
Aðalfundur Kvæðamannafélagsins Iðunnar verður haldinn föstudaginn 8. mars kl. 20.00 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Venjuleg aðalfundarstörf:
1. Skýrsla formanns.
2. Skýrsla féhirðis.
3. Skýrslur nefnda.
4. Ákvörðun árstillags.
5. Kosningar í stjórn, varastjórn, nefndir og skoðunarmanna reikninga.
Eftir aðalfundinn hefst dagskrá félagsfundarinns, en þá ætla Linus Orri Gunnarsson Cederborg og Chris Foster að syngja tvísöngva. Einnig verða fastir liðir t.d. samkveðskapur, Litla kvæðamannamótir undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur, Litla hagyrðingamótið og afli Skáldu, í umsjón Helga Zimsen og Bragfræðihorn Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Fundinum lýkur kl. 22:30
Athugið að næsta kvæðalagaæfing verður ekki á miðvikudag heldur laugardaginn 9. mars kl. 14:00 og er hún fyrir börn og fjölskyldur þeirra og alla sem hafa gaman af að kveða og syngja með börnum. Á kvæðalagaæfingum eru kenndar og æfðar stemmur úr Silfurplötum – og Segulböndum Iðunnar o. fl. Þar kynnist fólk einnig betur innviðum félagsins og sögu.
Næsta Söngvaka verður þriðjudaginn 12. mars kl. 19:30 í Gröndalshúsi, á horninu á Fischersundi. Á Söngvökum eru kennd og æfð íslensk þjóðlög af ýmsu tagi, t.d. tvísöngsstemmur, tvísöngvar og sagnadansar.
Kennarar: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg.
Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi, kvæðalagaæfingar og Söngvökur og taka með sér gesti því viðburðir Iðunnar eru öllum opnir.
Fundir og kvæðalagaæfingar Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.