Maífundur og fleira

Næsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn 10. maí kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður laugardaginn 11. maí kl. 14.

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á maífundinum.

Gunnar Ben fjallar um og kveður eigin stemmur af plötum Skálmaldar.

Gunnar Ben

Bára Grímsdóttir verður með stutta kynningu á nýju námsefni fyrir grunnskóla, sem heitir Í geislum sólarlagsins og er um kveðskaparlistina. Einnig verður kveðið úr Snúllurímum, sem eru nýjar rímur samdar sérstaklega fyrir börn, eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson og eru þær hluti af námsefninu en Bára Grímsdóttir og Ragnar Ingi hafa samið þetta námsefni sérstaklega í tengslum við Dag rímnalagsins 15. september.

Sönghópur sem æft hefur íslensk tvísöngslög og sagnakvæði á Söngvökum Iðunnar í Gröndalshúsi flytur nokkur lög.

Kristín Lárusdóttir og nemendur hennar, þær Steinunn Davíðsdóttir og Æsa Svendsen. Elin Adriana Biraghi, flytja syrpu af íslensku þjóðlögum.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: Litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Þetta verður síðasti fundurinn í Gerðubergi á þessari vorönn. Heiðmerkurfundurinn verður að venju 15. júní og svo hefst starfið aftur í haust í Gerðubergi í október.

Athugið að næsta kvæðalagaæfing verður laugardaginn 11. maí kl. 14 og er hún fyrir börn, fjölskyldur þeirra og alla þá sem hafa gaman af því að kveða og syngja með börnum. Umsjón hafa Rósa Jóhannesdóttir og Kristín Lárusdóttir.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka verður þriðjudaginn 14. maí kl.19:30 í Gröndalshúsi á horninu á Fischersundi og Mjóstræti, 101 Reykjavík. Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg.

Þjóðlagasamspil er vikulega á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 – 23:00 á Bar Ananas á horninu á Grettisgötu og Klapparstíg. Þar geta menn komið og kveðið og sungið.

Þessi færsla var birt undir Óskilgreint. Bókamerkja beinan tengil.