Heiðmerkurferð Iðunnar 2012

Næsta föstudagskvöld, 15. júní, ætla Iðunnarfélagar að fara í flokkum og virða fyrir sér það afrek sem félagsmenn hafa unnið í trjárækt við Grunnuvötn í Heiðmörk.

Ekkert gjald verður tekið af skógarmönnum frekar en venjulega en mælt er með að sem flestir hafi með sér nesti og nauðsynjar. Mæting er klukkan 20:00 við Maríuhella. Þaðan fara menn svo saman á þeim bílum sem eru hærri til hnésins. Maríuhellar eru rétt innan við hliðið að Heiðmörk – því sem snýr að Vífilsstöðum. Sjá t.d. kort af svæðinu á heimasíðu Garðabæjar.

Þótt sniðugt sé að skrá sig í ferðina á fésbókinni, þá er það ekki nauðsynlegt.

Ýmsar myndir úr ferðum félagsins 2010 og 2011:

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2 Responses to Heiðmerkurferð Iðunnar 2012

  1. hoskibui sagði:

    Þetta var svo sannarlega skemmtileg kvöldstund.. kærar þakkir.

Skildu eftir svar