Lagboði 111

Stilli ég ljóðastrenginn minn

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Stilli ég ljóðastrenginn minn
strönd fyrir glóða dýja.
Vona ég fljóðin fagni svinn
frá mér óði nýja.

Man ég áður æskan mér
yndi spáði friðar,
svinnar þráðasólir er
sátu á báðar hliðar.

Gleymdi angri muni minn
hjá mætri spangalínu;
nær ég vanga varman þinn
vafði að fangi mínu.

Og hjá blossa báru slóð
báli fossa hýrri,
fékk ég kossa fyrir ljóð,
flestum hnossum dýrri.

Vísur: Herdís Andrésdóttir.
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir. (Ingibjörg Friðriksdóttir kenndi)
Semma: Líndal Bjarnason.

Til baka -o- Lagboði 112