Lagboði 112

Meðan einhver yrkir brag

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Meðan einhver yrkir brag
og Íslendingar skrifa,
þetta gamla þjóðar-lag,
það skal alltaf lifa.

Eru skáldum arnfleygum
æðri leiðir kunnar.
En ég vel mér veginn um
veldi ferskeytlunnar.

Ljóðadísin leikur þýtt
lögin öllum stundum
þeim, sem vefja hana hlýtt
hreinum listarmundum.

Þegar skyggði á þjóðarhag
þrældómsmyrkrið svarta,
ferskeytlunnar létta lag
lagði yl í hjarta.

Vísur: Jón S. Bergmann.
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir. (Jósep Húnfjörð kenndi)
Stemma: Sólveigarlag.

Til baka -o- Lagboði 113