Lagboði 113

Setjumst undir vænan við

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Setjumst undir vænan við,
von skal hugann gleðja.
Heyrum sætan svanaklið,
sumarið er að kveðja.

Tölum við um tryggð og ást,
tíma löngu farna,
unun sanna, er aldrei brást,
eilífa von guðs barna.

Endasleppt er ekkert hér,
alvalds rekjum sporið;
morgunn ei af aftni ber
og ei af hausti vorið.

Oflof valið æsku þrátt
elli sæmd ei skerði;
andinn getur hafizt hátt,
þó höfuð lotið verði.

Vísur: Steingrímur Thorsteinsson
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir. (Ingþór Sigurbjörnsson kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu.

Til baka -o- Lagboði 114