Lagboði 115

Blota sósuð blunda ský

Ferskeytt – vísur 1, 3 og 4 hringhendar, vísa 2 oddhend

 

Blota sósuð blunda ský
bára á ósum sefur.
Draumaljósum dottar í
daggar rósa vefur.

Vekja stráin vot á brá
vinda smáu flogin.
Geislum sáir sólin á
silfurgljáa, voginn.

Fífill hár og fjóla lág
fljóta í táraböðum;
daggargárar glitra á
grænum smára blöðum.

Vakir foss og viðum lágt
vindur hossar þýður.
Sólarblossi úr austurátt
árdagskossa býður.

Vísur: Baldvin Halldórsson.
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir.(Kjartan Ólafsson kenndi)
Stemma: Jónbjörn Gíslason.

Til baka -o- Lagboði 116