Lagboði 116

Láta gjalla létt og kátt

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Láta gjalla létt og kátt
ljóð sem falla öngum,
eg hef varla á því mátt
inni í fjallaþröngum.

Mínu lyndi svellur svalt,
sorgin blindar trúna;
traust í skyndi tapast allt
til að mynda núna.

Vill mér búa blóðug kjör
botnfraus trúar lindin;
illa fúinn andans knör
upp skal snúa í vindinn.

Bili megin þyngist þraut
þráin ei mig kallar.
Steinum fleygi af banabraut
brátt nú degi hallar. (lagboðavísa)

Vísur: Þuríður Friðriksdóttir
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (Ingibjörg Friðriksdóttir kenndi)
Stemma: Jóhann Sakkeusson, Húnavatnssýslu.

Til baka -o- Lagboði 117