Lagboði 117

Hretin ganga, hlákan frýs

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Í seinustu snjóum.

Hretin ganga, hlákan frýs,
hjörn í spangir setur.
Lengi hangir uppi á ís
óralangur vetur.

Heimakák og bæjarbaks
bús við skák mig reyrðu.
Beittu fáki fyrir strax,
fjósastrákur, heyrðu!

Helzt ég finn að hraða-ferð
hressa sinnið kunni
einu sinni enn – í gerð
eða minningunni.

Vetur, myndir þú mér þá
þægð til yndis vinna;
að mér fyndist flogið á
fjöðrum vinda þinna?

Vísur: Stephan G. Stephansson.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson.
Stemma: Úr Vopnafirði. Sigrún Gestsdóttir

Til baka -o- Lagboði 118