Lagboði 119

Kveð ég þig, hin sæla sól

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

31. Desember.

Kveð ég þig, hin sæla sól,
svásúðliga og hlýja,
þig hinnig við fjöllin fól
flóki digur skýja.

Þú með blíðu bjóst oss hjá
bægðir stríðum högum,
þú varst prýðin ekru á
árla og síð á dögum.

Ef ég væri vængjum á
vinda, hræranlegum,
eg þig færi að elta þá
á þeim skæru vegum.

Þegar óhryggur heimi frá
héðan Siggi gengur,
fjöllin skyggja ekki á
alvalds bygging lengur. (lagboðavísa)

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Björn Friðriksson.
Stemma: Kunnugt víða um land.

Til baka -o- Lagboði 120