Útgáfa

Á 75 ára afmæli Iðunnar 15. september 2004 kom út bókin Silfurplötur Iðunnar. Bókin inniheldur fjóra geisladiska með 200 fyrstu stemmunum sem félagið lét taka upp, og voru teknar uppá silfurplötur á árunum 1935-36. Bókin inniheldur allar vísur sem kveðnar eru og stemmurnar skrifaðar á nótum. Auk þess eru greinar um félagið, kveðskap, rímur og upptökurnar eftir valinkunna sérfræðinga. Bókinni fylgir ítarleg nafnaskrá allra sem koma við sögu.

Athugið að bókin er uppseld, en hægt er að hlusta á lagaboðana (sjá hér).

Ræða Gunnsteins Ólafssonar, ritstjóra útgáfunnar á útgáfuhátíð Iðunnar í Borgarleikhúsinu 15. september 2004.

Nafnaskrá kvæðamanna og vísnahöfunda er einnig á vefnum (sjá hér).