2. Draghenda

Í gömlum rímur eru oft erindi í ferskeyttu háttunum, sem hafa öll vísuorðin óstýfð:

Fáðir voru af fenju meldri
fagrir ennis spænir.
(Sörlarímur.)

Þetta var altítt fram á 18. öld og sást fram á 19. öld. Árni Böðvarsson tók þetta upp sem sérstakan hátt. Sigurður Breiðfjörð orti draghenda rímu, en ekki veit ég um fleiri skáld, sem ort hafa rímur með þessum brag.

Árni nefndi háttinn hrynjandi.

 

(Sjá Háttatal, 2. Draghent.)