3. Stefjahrun

Í elstu rímum eru með ferskeyttu ortar vísur með allar ljóðlínur stýfðar. Þetta lagðist fljótt niður, en úr þessu varð síðar nýr háttur, og eru til nokkrar rímur með honum. Venjulegast var að yrkja stefjahrun frumframhent; frumhent er það hjá Kolbeini Jöklaraskáldi. Jakob Jóhannesson Smári hefur ort kvæði með stefjahruni oddhendu. Á Belgsbrag Illuga Einarssonar er stefjahrun samrímað. Óbreytt stefjahrun er í Bragða-Mágusar-rímum Jóns langs.

(Sjá Háttatal, 3. Stefjahrun.)