4. Skammhenda

Í gömlum rímum ferskeyttum eru til erindi með frumlínur óstýfðar, en síðlínur stýfðar. Þetta frábrigði er einnig stundum í stefjahrunsrímum. Sjálfstæður rímnaháttur varð þetta á 17. öld og algengur síðan með ýmsum tilbrigðum.

Vera má að Sigurður Breiðfjörð hafi fyrstur ort rímu með skammhendu hringhendri, en það þykir einn hinn fegursti háttur.

 

(Sjá Háttatal, 4. Skammhent.)