Kosningaríma 1912, eftir Guðlaug Guðmundsson

Guðlaugur Guðmundsson  (1853-1931) prestur á Stað í Steingrímsfirði, yrkir um sýslunefndarmannskjörið á Hrófbergi á Jónsmessu 1912: Kosningaríma

1.    Ríma – Liðsafnaðurinn

Magnús  hlerar fram hvað fer
fullvel sér að gengur
Gunnlaug her óvígur ver
völd svo beri lengur.

Tals  ljómandi ber hann brand
beitt er andans stálið
þegar um land hann þeytir gand
þá fer að vandast málið.

Eygló friðar sóknar svið,
sýnist miður skreyta,
valið lið og vígbúið
verinn styður hneita

Ingvar  herkinn hildarserk
hölda lerkar framur,
heldur á merki hetjan sterk
hermanns verkum tamur.

Nokkrir  segja Sigurey,
sverða frey nástæðum
fylgja eigi álms að þey
í skjaldmeyjarklæðum.

Björn ráðslyngur bens við þing
bragna stingur geiri,
öllum hringinn heims um kring
hervíkingum meiri.

Sá með her allhraustan fer
hringa verinn sterki,
hríð þar sverust orra er
Ólafur ber hans merki.

Vermunds  kundar geirs um grund
glæst af mundar þvitum
Baldurs tundur bjart í mund
brennur í hundrað litum.

Kikna  og iða vellir við
veðra riðar kofi
Sumarliði hans við hlið
heldur að griðarrofi.

Gili- þar úr -Þjóðbrókar
þyrstir í hjarar veður
hörku snarir hrímþursar
honum fara meður.

Brandar  fá ei bitið þá
bens nær há menn þingin
líkt og sjái ísmöl á
er stálgrá fylkingin.

Guðrún  háum aldri á
otar bláum málmi
áður sjá nam enginn þá
undir gljáum hjálmi.

Hervöru  á hún minna má
Mistar- kná í -vési
vígreif láar geisla gná
Græna- frá er -nesi.

Þessi  her um hauðrið fer
og herör sker upp nýja
margur hér því hræðslu ber
og hugsar sér að flýja.

Guðjón  stoðar þjóðlið það
þunns við hroða-gjálfur
þó er skoðun ýmsra að
hann ani í voða sjálfur.

Háll  er svaði um sóknarhlað
sárs þá naður gellur
tel eg skaða ærnan að
ef sá maður fellur.

Sigra enginn ýta kann
afreks drenginn ríka,
vígs- því –gengi Halldórs hann
hefur nú fengið líka.

Sá í mundum skekur skálm,
skúr á þundar hvelfvi
gylltum undir ægishjálm
aldar hundruð skelfvi.

Geystar fara fylkingar
fram þær bar á láði
haslaður þar, sem völlur var
virða skarinn áði.

Létti   róli bænda ból
blundi fól hún Gríma
júní sól á silfur-stól
sat við pól þann tíma.

Varð um óttu í hernum hljótt,
hug og þrótt að örva,
þessa nótt við drauma drótt
dormaði rótt hin fjörva.

Árla stóðu fletjum frá,
freyrar glóða strauma,
suma hljóða setti þá
sögðu ei góða drauma.

Aðrir spá um Mistar mel,
mundu fáir hníga
jóreyk sá við suðurhvel
sveitin þá upp stíga.

Vígs  á mótið ferð var fljót
framreið sjót járnvarin
moldin rótast glymja grjót
gota fótum barin.

Hristar þjóna glatt var geð,
gullu tónar naða,
reið þar Jón og Magnús með
marga ljónhugaða.

Ása hara blys hver bar,
búnar í hjarar hviðu,
með þeim skara skrautbúnar
skjaldmeyjar fram riðu.

Nokkur friðar von ei var,
vígs að miði snúnir,
fylktu liði foringjar
fleins í kviðu búnir.

Vals á þingum vel forsjáll
vig-mæringur harði,
arm fylkingar annan Páll,
orku slyngur varði.

Þar með ýtum fá eg Finn
frægan rít að bera,
þá gat líta Þórarinn
þótti nýtur vera.

Fetbreiðsstingjum foringjar
fleins á kyngijörðu,
best þar syngja bæsingar
brjóst fylkingar vörðu.

Geirvangsraðar armi í
otaði glaður falnum.
Magnús hraður hjörs við gný
hetja úr Staðardalnum.

Sérhver bíður búinn þar,
brandar úr hýði stikla,
honum fríðir fullhugar,
fylgdu í stríðið mikla.

Sló um Göndlar, ljóma lönd
langt af bröndum vera.
Guðlaugs hönd þar hjalta vönd
hlaut að röndum bera.

Þrýtur skíma dagur dvín
dökk er að Gríma snúin
lagar bríma hirtu hlyn
hérna er ríman búin.

Bætti upp rýran stefja stofn
stjörnu- týri –lauga
gylltra víra- læsi –lofn
ljóðin hýru auga.

II. Ríma.

Féll þar óður áður minn
er vígþjóð í brynjum stinn
búin stóð í stálsleikinn
stafaður glóði herfáninn

Stikla liðið þeytti þá
þegar friði öllum brá,
öldin niður eins og strá,
af ljá sniðin hníga má.

Ómuðu þjóð í eyrunum
endur hljóð frá klettunum
fagurt glóðu gullroðnum
geislaflóð á hjálmunum.

Skildi smóu skotvopnin
skötnum óa mannföllin
særðu gróu granir kinn
gufu sló á himininn.

Halldór eggjar hrausta þjóð
höggva, leggja og djarft fram óð
Jón með seggjum samt á slóð
sem múrveggur fyrri stóð.

Skortur var á vægðinni
virtist farið geðstilli
Finnur snar í fólkroði,
fleininn bar að Gunnlaugi.

Hjuggust lengi hetjur þær
hopaði mengi gjörvallt fjær
sóknin drengjum varð ei vær,
vogaði enginn koma nær.

Hvor vill annan hníga sjá
höggin granna voru ei smá
varla manna æði á
öldin sannar görpum þá.

Ólmir háðu eggja styr,
aldrei náðum sinntu fyr,
en dreyrfáðir fjölsærðir
féllu báðir óvígir.

Viður fallið foringjans
fólkið snjalla rak í stans
fylktust allar hetjur hans
um Halldór jarl við geira dans.

Skjaldborg slógu um hraustan hal
hann fyrir gróum verja skal
hart ef þróast hildar skval
hetjan þó vel beiti fal.

Magnús lýða læknirinn
löngum prýðis beinskeytinn
skaut sem tíðast örvum inn
opnaðist víða skjaldborgin.

Nú var hríð að nýju gjör,
nokkrum síða járna för
sumra lýða flúði fjör
flugu víða blóðug spjör.

Björn á miði hristar hlaut
hníga niður stáls við þraut
glóðum sviðinn Sviðris hraut
Sumarliði hels á braut.

Hreystiríkur hugdjarfur
hetju líki nafnfrægur
Ólafur líka örendur
á blóðsdíkið nár fellur.

Ingvar hjá þeim hneig að leir
hetjan lá með brotinn geir
veldur sá ei merki meir
minning dáins eftir þreyr.

Magnús fund á fárlegum
féll þá stund úr hreppsvöldum
hné að grund með hetjunum
hjálminum undir gullroðnum.

Vermunds kundur líka lá
lagður unda snörðum ljá
og gamla sprundið honum hjá
sem Hervöru stundum minnti á.

Jötna fallinn flokkur var
fölur á stalli valmeyjar
bitu þá alla örvarnar
undur kalla eg skeðu þar.

Halldór sneri hraustur frá
og hinna hver sem lifði þá
þegar hann sér að ekki á
auðið vera sigri að ná.

Sigri gæddar hetjur heim
hlífum klæddar reyndu sveim
fagran græddu frama og seim
fögnuður glæddist mörgum beim.

Góðum værðum gumar ná
garpar særðir lækning fá
sem að bærðu benjaljá
beð þeir færðust mjúkan á.

Þá er kvæða þrotið smíð,
um þessa skæðu orra hríð
krúyni gæðum land og lýð
lofðung hæða fyrr og síð.