5. Úrkast

Úrkast er mjög gamall háttur, sennilega frá 14. öld. Það er einkennilegt við þennan brag, að stundum er hnig aftast í frumlínu fært niður í síðlínu og gert þar að forlíð:

Laust mér sútum lauka Gefn
í lyndis höll[u].
(Hjálmarsrímur.)

Oft var úrkast ort frumstiklað eða fráhent. Dýrasta tilbrigði, sem ég þekki á heilli rímu, er alsneitt, það orti Guðmundur Bergþórsson.

Á átjándu og nítjándu öld var úrkast oftast kveðið frumhent.

 

(Sjá Háttatal, 5. Úrkast.)