6. Dverghenda

Í fornum ritum eru oft innan um úrkast vísur með stýfðar síðlínur. Þetta má sjá á rímum fram á 17. öld, en þó hafa sumir aðgreint það fyrr. Þessi háttur með stýfðu síðlínurnar var nefndur dverghenda. Ekki veit ég um önnur afbrigði í heilum rímum en frumhent og fráhent, enda var hátturinn fátíður.

Síðlínur dverghendu eru styztu braglínur, sem finnast í rímnaháttum. Um atkvæðisfærslu milli frumlína og síðlína gilda sömu reglur og í úrkasti.

 

(Sjá Háttatal, 6. Dverghent.)