8. Langhenda

Í gagaraljóðum voru stundum erindi með léttu atkvæði auknu við frumlínur. Þetta var gert að sérstökum rímnahætti í byrjun 17. aldar. Bjarni Borgfirðingaskáld ori langhenda rímu, ef til vill fyrstur manna. Hátturinn er þar víxlhendur, og þannig var hann oftast ortur síðan og náði miklum vinsældum.

Á átjándu öld voru kveðin ný afbrigði langhendu, þar á meðal oddhent tilbrigði Árna Böðvarssonar og streituþreyta Snorra á Húsafelli, en þó hefur víxlhenda tilbrigðið ætíð verið vinsælast.

 

(Sjá Háttatal, 8. Langhent.)