10. Breiðhenda

Stundum voru allar braglínur gagaraljóða óstýfðar. Séra Jón Magnússon í Laufási orti rímu með slíkum hætti og aðra með hættinum samrímuðum, en það tilbrigði er sennilega gert úr samhendu.

Ekki er kunnugt um, að hátturinn væri notaður síðan, fyrr en Sigurður Breiðfjörð tók hann upp að nýju og gaf honum nafnið nýlanghenda.

Hans Natansson orti breiðhendu hringhenda.

Tilbrigði háttarins eru fá, og var hann aldrei mikið notaður, enda þungur kvæðamönnum.

 

(Sjá Háttatal, 10. Breiðhenda.)