11. Stafhenda

Stafhenda er einn af elztu rímnaháttum, vafalítið frá 14. öld. Fyrir kom, að ljóðlínurnar væru óstýfðar og þó stundum aðeins í öðrum helmingi, en stýfðar í hinum.

Gömul afbrigði eru framhent og frumstiklað. Á 16. og 17. öld var hátturinn oft skárímaður, en það hef ég ekki séð á yngri rímum. Stafhenda mishend er líklega frá 17. öld, og held ég, að Guðmundur Bergþórsson sé höfundurinn. Þetta var algengasta tilbrigðið síðan, og eru margar rímur með þeim hætti.

Árni Böðvarsson orti klifaða stafhendu og í Tíðavísum séra Jóns Hjaltalíns er sá háttur einnig.

(Sjá Háttatal, 11. Stafhent.)