Lagboði 147

Þó í hugans hörkubyl

Ferskeytt – vísur 1 og 2 óbreyttar, vísa 3 hringhend

 

Þó í hugans hörkubyl
hryggðir vilji kvelja,
vermir gegn við skýjaskil
skin á milli élja.

Stundum þungbær þögnin er
þrauta lífs á vöku.
Alltaf lifnar yfir mér
ef ég raula stöku.

Ei ég hræðist mannleg mein
met því næði og penna.
Staka fæðist ein og ein
andans glæður brenna.

Vísur:  Jósep S. Húnfjörð.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir. (Jósep S. Húnfjörð kenndi)
Stemma:  Jósep S. Húnfjörð.

Lagboði 148