12. Samhenda

Samhenda er með elztu rímnaháttum. Stundum voru braglínur samhendu óstýfðar, og er það í rauninni sami háttur og breiðhenda samrímuð. Elztu frábrigðin munu frumstiklað og einnig framhent.

Frá 16. öld er samhenda hringhend, sem nefnd er hagkveðlingaháttur. Vera má, að Hallur Magnússon hafi fyrst ort rímu með þeim hætti. Hagkveðlingaháttur hefur löngum þótt bezta tilbrigði samhendu, enda er bragurinn gustmikill og mjög hafður í orusturímur og annað slíkt. Áttþættingur er einnig frá 16. öld, og er líkast til fyrst ort áttþætt ríma af Þórði Magnússyni á Strjúgi.

Margir hafa ort áttþættar rímur síðan.

Margar lausavísur eru samhendar.

 

(Sjá Háttatal, 12. Samhent.)