14. Valstýfa

Þessi háttur er í rauninni samrímuð dverghenda og algengt var að færa lokaatkvæði á síðlínu eins og í úrkasti. Guðmundur Bergþórsson fann háttinn og orti nokkrar rímur með honum. Snorri á Húsafelli orti rímu undir valstýfu með stiklur í fyrstu braglínu. Þetta er eina afbrigðið, auk frumstiklu, sem ég veit til, að ríma sé ort undir. Ekki þekki ég það úr fleiri háttum, að rímbrigði í fyrstu ljóðlínu sé ekki einnig í þriðju ljóðlínu, ef háttur er ferkvæður.

 

(Sjá Háttatal, 14. Valstýft.)