Lagboði 144

Yfir kaldan eyðisand

Ferskeytt – vísa 1 óbreytt og vísa 2, 3 og 4 hringhendar

 

Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima,
nú er horfið Norðurland
nú á ég hvergi heima.

Guð þér sýni grið og skjól
gifta týnist eigi.
Ætíð skíni auðnusól
yfir þína vegi.

Allri mæðu flúinn frá
frjáls um svæði geimsins.
Lifðu í næði lengi hjá
láni og gæðum heimsins.

Sláttinn ljóða minnka má
máttinn hljóða brenndi.
Háttinn góða þrýtur þá
þáttinn fljóði sendi.

Vísur:  1. Kristján Jónsson, 2.-4. Sveinn Hannesson frá Elivogum
Kvæðamaður:  Kjartan Ólafsson
Stemma:  Úr Húnavatnssýslu.  (Tvísöngslag)

Til baka -o- Lagboði 145