Lagboði 121

Segl upp undin bera bát

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Við byrjun sjóferðar.

Segl upp undin bera bát
brims af sundi vöndu;
nú er lundin létt og kát
leggjum undan ströndu.

Þar mun eyðast þunglyndið,
þó að freyði boðinn;
yfir breiða úthafið
ákaft skeiðar gnoðin.

Þó að freyði úfin unn,
unz að leiðin þrýtur,
samt skal greiða út seglin þunn,
sjá hvað skeiðin flýtur.

Lífs mér óar ölduskrið,
er það nógur vandi,
þurfa að róa og þreyta við
þorska á sjó og landi.

Vísur:  Sveinn Hannesson frá Elivogum.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir (Ingþór Sigurbjörnsson kenndi)
Stemma:  Úr Kjós. Guðlaugur Hinriksson.

Til bakaLagboði 121